Kosning til forseta nú og þá

Enn bætist við frambjóðendahópinn til forseta Íslands. Nú hefur Ari Trausti stigið fram til viðbótar. Ég held að frambjóðendur verði ekki fleiri, en afar spennandi kosningar verða í sumar.

Ég man vel þegar Vigdís var kosinn forseti, kanski aðallega vegna þess að ég komst í nokkuð vandræðalega stöðu að þeim loknum. Ef ég man rétt var kosningin haldin á sunnudegi og úrslitin réðust ekki fyrr en um nóttina. Ég fylgdist lengi vel með í sjónvarpinu fyrstu tölum og svona og var syfjuð.

Svo veit ég ekki meir en vakna í sama stól að morgni og stillimynd var á sjónvarpi. Ég hafði semsagt sofnað út frá sjónvarpinu og sofið alla nóttina, vaknaði allt of seint í vinnu og vissi svo ekki einu sinni hver hefði sigrað forsetakosningar. Þetta var á þeim árum sem ég gat sofið heila nótt án þess að nota salerni 2-3 sinnum.

Ég var ein heima þessa nótt og gat ekki hugsað mér að mæta í vinnu án þess að vita hver hefði sigrað, munum að internet var ekki til þá. Til að gera langa sögu stutta hringdi ég bara í 118 upplýsingar til að fá að vita um úrslitin.
Mætti svo í vinnu allt of seint en vissi hver hefði unnið og gat tekið þátt í umræðunni strax í kaffitímanum.

Ég var svo ánægð og allt mitt fólk sem studdum Vigdísi og hún stóð sig líka afar vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband