Við vorum að koma heim úr fríi

Mikið sem ég er ánægð með mig núna. Við hjónakornin vorum að koma heim í Hraunbæ frá Ölfusborgum. Við vorum þar síðast í mars sl. í vonda veðrinu og höfðum áhyggjur af fjölskyldunni í bænum en allt gekk vel. ´

Eg veit ekki í hve mörg ár við höfum átt þess kost að vera á þessum yndislega stað bæði yfir sumartíma og vetrartíma, það er frábært að vera fyrir austan. Efling verkalýðsfélag á þarna 10 bústaði heilt yfir.

Ég er ekki ánægð í fyrsta skipti. Þarna var greinilega sveppur í sturtunni, engin uppþvottavél, allt var fitugt og þurfti að þvo allt upp áður en notað var og SVO vantaði tappann í vaskinn. Þetta lét ég ekki á mig fá EN þegar að fjölskylda mín ofurspennt var að koma í heimsókn um langan veg eftir vinnu virkaði ekki ofninn á eldavélinni betur en svo að ofurlambalærið sem ég hafði keypt hrundi vegna þunga niður í botn á ofninum.

Lambalærið mitt var frábært aðallega vegna þess að ég tók út skökku skúffuna með lambalærinu og hellti safanum af. Með lambalærinu var rauðkál, grænar baunir, maísbaunir, brúnaðar kartöflur, smjörsteiktar kryddaðar kartöflur, brún rjómasósa ala mamma og osta-rjóma-sveppasósa mömmu, kók og malt og appelsín. Marsís í eftirrétt.

Ég mun að sjálfsögðu heimsækja Ölfusborgir aftur en hins vegar ekki þetta hús.

 

Jólakveðja til ykkar allra og sérstaklega  til þín sem ferð inn á bloggið mitt alltaf árangurslaust. 

 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband