Talandi um gúllassúpuna

Talandi um gúllassúpuna í gær var hún vinsæl og mikið borðað. Borinn fram var líka sýrður rjómi sem aðeins 1 af 12 nýttu sér. Næst ætla ég að sleppa þe. sýrða rjóma og hafa rifinn bragðmikinn ost. Með súpunni voru litlar brauðbollur hitaðar í ofni með ekta smjöri, ótrúlega góðar keyptar frosnar.

Mikið er gaman að hitta skemmtilegt fólk með húmor stórfjölskyldunnar. Það var eins og við hefðum hittst síðast í gær. Linda og Kjartan og Ásta frænka og Tommi litli ásamt okkur Sigga og okkar börnum og barnabörnum. Skrýtið en samt ekki skrýtið hvað okkar húmor er svipaður og allir eru með. Bestu kveðjur. Inga Rúna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband