Það er meira en full vinna að keyra jéppa

Rétt eins og áður hefur komið fram í blogginu mínu erum við fjölskyldan mikið bílafólk sérstaklega með fornbíla. Hr. Freðmundur kom nýlega út á hlað eftir geymslu í bílahúsi Fornbílaklúbbsins á Esjumelum yfir veturinn. Hann staldraði nú stutt við í Hraunbænum en tók svo strikið suður með sjó með syni mínum. En það var ekki þetta sem ég ætlaði að tala um, síður en svo.

Nú hef ég til umráða lítinn smábíl sem foreldrar mínir eiga en þau eru hætt að keyra þannig ég skutlast þangað sem þarf að fara og hef bílinn. Svo kemur það til að bílinn þurfti að fara á verkstæði og ég ákveð að nota bara jéppann, gamla Fjallabóndann G-17.

Hann er afar traustur bíll ættaður að norðan og er beinskiptur. Svo fyrir það fyrsta þurfti ég að færa sætið framar til þess að mínir fætur nái í bensín og kúpplingu. Allt gengur vel þessa stuttu bæjarleið en það að þurfa stjórna gírunum var bara fullt starf.

Ég klára mín erindi og Fjallabóndinn bíður þolinmóður eftir mér. Glaðbeitt höldum við heim. EN þá byrjar að rigna og ég þarf að setja rúðuþurrkur í gang,þvílíkt ýskur í rúðuþurrkunum og ég alveg kófsveitt á brúnni milli Breiðholts- og Árbæjarhverfis, en heim komumst við greinilega jafn sveitt.

Fjallabóndinn er flottur en greinilega meira en fullt starf að keyra hann í rigningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband