Jólainnkaup hjónakornanna í Hraunbæ

Dagurinn byrjaði ekki sérstaklega vel vegna fjölskylduvandamála sem svo voru leyst. Ég var með allt niðurskrifað vandlega hvað ætti að kaupa og hvert ætti að fara. Húsbóndinn hafði tekið sér frí í dag að minni kröfu. Við komumst yfir alveg ótrúlega mörg erindi.

Skrýtið að það sem ég átti að kaupa fyrir mig í jólagjöf voru ekki keyptar. Mig langaði að fá í jólagjöf bókina Síðasta bréfið frá Svíþjóð efir Moberg, ég hef lesið allar hinar bækurnar. Þessi ákveðna bók er þrátt fyrir auglýsingar í ýmsum fjölmiðlum ekki komin í dreifingu.

Umferðin í Reykjavík var alveg ótrúlega mikil í dag og erfitt að ferðast á fyrirferðamiklum Fjallabóndanum G-17.

Svo kom að ákveðinni búð í Skeifunni sem ég rétt ætlaði að skjótast inn í og koma strax aftur. Það er ekki að orðlengja það að áður en ég rakst á sem ég ætlaði að kaupa var dásamleg skyrta á bóndann og svo fékk ég ilmprjónana með vanillu sem ég er mjög hrifin af. Svo bara hringir síminn inn í miðri búð og ég átti sem sem eftir að kaupa nærföt fyrir konur, alltsvo mig.

Nærföt fyrir konur verða bíða þangað til eftir jól. En svo voru við hjónakornin búin að ákveða, þ.e.a.s. ég að við mundum að þessu sinni bara kaupa okkur samlokur á leiðinni heim í Skalla . Jú biðröðin í Skalla var nokkuð löng að þessu sinni vegna þess að litlar yndislegar litlar stúlkur voru að kaupa nammi fyrir aurana sína og skiptu sífellt um skoðun. Núna erum við alveg umvafin óumpökkuðum jólagjöfum en þetta kemur allt. Bestu kveðjur eins og alltaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband