Ég er orðin bloggari, takk fyrir

Ég eins og margir aðrir Íslendingar hef verulegar áhyggjur af ástandinu í landinu. Sennilega verður staðan haustið og veturinn framundan mun verri en nokkurn hefði grunað. Þá fer af stað skriða af uppboðum á heimilum landsmanna. Mér finnst að ráðamenn á Alþingi hafi ekki nokkurn skilning á fjárhagserfiðleikum almennings, það er eins og ráðamennirnir búi í öðrum heimi.
En nú tek ég upp léttara hjal. Ég fór út að versla í dag í hádeginu. Lítil umferð var í Árbæjarhverfinu, en svo fattaði ég að það var HM í sjónvarpinu. Þetta er fyrsta bloggið mitt. Hef fylgst með bloggi nokkurra einstaklinga í töluverðan tíma. Á sumsé uppáhaldsbloggara, skrýtið en aðeins 1 karlmaður er þar á skrá. Mínir uppáhalds eru sumir hverjir góðir húmoristar,og þegar ég hló og hló í gær við tölvuna sagði minn maður mjög svo rólegur að bráðum kæmu nú menn til að hafa við mig orð, á hvítum sloppum. Það var rétt eins og kasta vatni á hvíta gæs, og ég hló bara enn þá meira. Gaman að vera komin í hópinn, hef verið að hugsa um að gerast bloggari í langan tíma.

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband