18.6.2010 | 14:24
UPPNÁM
Nú held ég að sé heldur betur uppnám hjá fjármögnunarfyrirtækjum og bönkum varðandi myntkörfulánin. Hæstaréttardómurinn var afar stórt framlag til réttlætis, eitthvað sem íslendingar hafa ekki séð í marga mánuði. En svo er stóra spurningin hvert verður framhaldið, hvernig verða þe. lán leiðrétt. Það brennur á fólki í dag.
Senda ekki út greiðsluseðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei það er ekki stóra spurningin, heldur annað sem virðist ætla að gleymast í öllu fátinu. Það er hvers vegna í ósköpunum glæpamennirnir sitja enn að störfum sínum þegar heiðvirt fólk gengur atvinnulaust í stórum stíl?
Ég heyrði af ungum manni fyrir norðan sem fór í síðustu viku á lögreglustöð bæjarins og vildi kæra fjármögnunarfyrirtæki fyrir vörslusviptingu án dómskurðar, sem hæstiréttur er búinn að dæma ólögmæta fyrir þónokkru síðan. Lögreglan neitað beinlínis að rannsaka málið, sem er lögbrot í sjálfu sér!
Hverskonar bananalýðveldi er það eiginlega, þar sem lögreglan brýtur sjálf lög og verndar hina glæpamennina???!!!
Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2010 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.