Sá danski, bálreiði, hringir

Ég hef áður í blogginu minnst á hve trúgjörn ég er, ég er líka manneskjan sem fattar brandarann daginn eftir. Fyrir u.þ.b. 100 árum vann ég á skrifstofu á stórum spítala hér í borg. Vann þar sem sagt á skrifstofu framkvæmdastjórans ásamt fleirum. Ég hef alltaf haft það fyrir sið að mæta tímanlega á morgnana, yfirleitt svona 20 mín. fyrir tilsettan tíma. Einn fagran sumarmorgun er ég mætt snemma og var alein á hæðinni og síminn hringir. Það fór ekkert á milli mála að í símanum var bálreiður maður, sem talaði svo dönsku í þokkabót. Ég reyndi að skjóta inn í samtalið hvort hann talaði ekki ensku. Hann hlustaði ekkert á mig. Eins og ég er nú léleg í dönsku, skildi ég nú samt aðalatriði harmsögunnar.
Jú, jú, konan hans hafði verið lögð inn á spítalann með garnaflækju. Svo er bara ekkert með það að konan hans verður hrifinn af öðrum manni þarna á spítalanum og segir svo sínum manni upp, þessum bálreiða. Hann var yfir sig hneykslaður og reiður við starfsfólk spítalans og sagði eitthvað á þá leið, að það væri and..... hart að geta ekki lagt inn konuna til lækninga án þess að eiga það á hættu að splundra hjónabandinu, 15 ára farsælu hjónabandi, að hans sögn.Svo skellti hann á mig látum. Ég sat hreint út sagt agndofa eftir símtalið.
Stuttu síðar hringir maðurinn minn og ég fer að segja honum frá þessu skelfilega símtali. Gellur þá við sama danska, reiða röddinn. Þá var þarna maðurinn minn að verki og ekki í fyrsta sinn, hann vissi sum sé hvað ég er léleg í dönskunni. Málið er að ég á erfitt með að þekkja raddir í síma. Það var margt brallað og skemmt sér fyrir 100 árum, oft á minn kostnað, en alltaf hef ég skemmt mér yfir því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband