Lengi getur vont versnað

Lengi getur vont versnað. Nú er sennilega komið að endapunktinum varðandi skelfilegt úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart heimilum landsins. Ég get ekki skilið ráðamennina. Þeir neita að horfa á vandann og stinga höfðinu í sandinn eins og strútar. Hvers á fólk að gjalda.
Nú liggur fyrir að Geir Haarde fer einn fyrir landsdóm. Ég hefði frekar kosið að þau öll, Ingibjörg, Árni og Björgvin, hefðu farið fyrir dóminn. En fleiri ættu að fara s.s. Davíð O. Halldór Á. Og hvað með núverandi ríkisstjórn, Jóhönnu S. og Steingrím J., sem vilja gjarnan hafa vald til alls, en taka enga ábyrgð á einu né neinu.
Nýjar kosningar breyta engu, þetta er allt sama liðið. Það sem ég vil sjá er algjör umbylting, þ.e. þjóðstjórn og einstaklingskosning. Það versta er að við eigum fullt af hæfu fólki til að stjórna, sem er nú utan þings. Ég get líka nefnt 4-5 núverandi þingmenn sem ég treysti. Það er sárt að vera íslendingur í dag.
mbl.is Hrina af uppboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband