11.12.2010 | 16:36
Jólaboð
Jæja nú er að sjóða hangikjötið fyrir fjölskyldujólaboðið á morgun. Keypt var hangikjöt hjá litlu einkafyrirtæki á Skemmuvegi í Kópavogi og verður spennandi að prófa. Búin að sjóða rauðkálið, mikið er þægilegt og einfalt og slá bara inn orðið rauðkál á netinu og hafa svo um margar uppskriftir að velja. Ég prófaði í fyrra að hafa bæði mjólk og rjóma í uppstúfinu, það kom ekkert betur út, nú verður bara mjólk og ekta smjör. Svo keypti ég hangikjötsbita sem ég sýð á morgun, þeir verða bornir fram heitir. Hangikjötsrúllurnar sem ég er að sjóða núna verða bornar fram kaldar. Hangikjötsilmurinn er ómótstæðilegur. Ég keypti líka nokkurs konar laufabrauð, sem er með kúmeni. Það hef ég ekki séð áður. Tengdamóðir mín býr til sherryfrómasið sitt sem er það besta í heimi. Ég hlakka til á morgun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.