Að borða allt súkkulaðið

Á föstudaginn sl. var ég mjög upptekin. Keypti samt inn í matinn til helgarinnar. Keypti þar inn súkkulaði 200 gr. í franska súkkulaðiköku ásamt fleiru. Og svo ætlaði ég að baka kökuna á laugardeginum. Á laugardeginum var svo mikið að gera að ég gat ekki bakað kökuna. Þannig að við hjónakornin átum allt súkkulaðið, sem átti að fara í umrædda köku. Á sunnudeginum fór ég út í búð og keypti 200 g. súkkulaði, aftur. Svo í gærkvöldi nennti ég ekki að baka umrædda köku þannig að við borðuðum með bestu lyst súkkulaðið sem ég hafði keypt. Í dag fór ég út í búð og keypti súkkulaði í kökuna, hún er reyndar bökuð og ekki snefill eftir að súkkulaði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband