landsmótið á selfossi

Um helgina var landsmót Fornbílaklúbbsins á Selfossi. Allir voru sammála um að þátttakan hefði verið mun meiri en fyrir ári síðan. Við hjónakornin vorum að þessu sinni í Gesthúsi. Það var alveg meiriháttar að koma inn í hlýtt og þurrt hús með smá eldunaraðstöðu, baðherbergi með sturtu og uppábúnu hjónarúmi.
Í fyrra var aðstaðan ekki eins notaleg. Jú, jú, við vorum með skotheldan búnað að við héldum, blásaklaus, þegar við lögðum glaðbeitt af stað austur.
Við vorum með splunkunýtt tjald f. 5, dýnur til að blása upp, sængurföt og teppi borð og 2 útilegustóla. Við komum um miðjan dag í glampandi sólskini og smá golu. En svo kárnaði gamanið. Húsbóndinn gat engan veginn séð hvernig ætti að tjalda eftir svokölluðum leiðarvísi, golan varð að fjúkandi roki, tjaldið að stórum flugdreka og mátti húsmóðurin fleygja sér kylliflatri á tjaldið, þannig að það tæki ekki flugið enn lengra austur. Húsbóndinn sem er annálaður geðprýðismaður var orðinn þreifandi reiður við búðina sem seldi honum tjaldið með allt að því kínverskum leiðbeiningum.
Síðari nóttina slóst tjaldið til og frá í rokinu,hávaðinn maður lifandi, og rigndi það mikið að sængurföt og tjaldbúar vöknuðu blautir og hraktir á sunnudagsmorgun.
En hvað um hrakninga og munað, það sem skipti máli var það skemmtilega fólk sem er í Fornbílaklúbbnum, það er leitun að skemmtilegra fólki. Við hlökkum til næsta móts.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, það er margt baslið með þessi blessuð tjöld. En má ég aðeins pirra þig með því að gera grín að þessu sparibúna hjónarúmi. Uppbúið rúm er annað en uppábúið fólk!

Sigurður Hreiðar, 28.6.2010 kl. 15:25

2 Smámynd: Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir

Takk fyrir þessa athugasemd. Uppábúið fólk er spariklætt fólk ekki satt, en hvað með rúmið, hvernig ætti að orða það, spyr sem ekki veit.

Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir, 28.6.2010 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband