Mót Fornbílaklúbbsins á Selfossi

Nú fer að líða að Landsmóti Fornbílaklúbbsins. Eins og áður hefur komið fram hef ég bloggað um þau mál. Við hjónakornin eigum vísa gistingu í húsi nr. 21.

Ég er svo mikill bókaunnandi og safna bókum, keypti 2 áhugaverðar bækur á bókasafni í dag. Bókavörðurinn spurði mig hvort ég fyndi ekkert til að lesa, ég bara kvartaði og sagði að ég keypti yfirleitt áhugaverðar bækur. Svo líka að eins og Árbæjarsafn er gott safn er það ungt og á ekki eldri bækur rétt eins og safnið í Gerðubergi. Gremjulegt. Pantaði áðurútgefnar bækur eftir Tess Gerritsen. Í fyrra á Landsmótinu var ég nefnilega að lesa Stieg Larson, sem er að lesa eins og konfekt. Að lesa góða bók er það besta sem ég veit. Þannig að undirbúningurinn er hafinn með að hafa góðan bókakost með.

Í fyrra labbaði ég út á svæðið til að finna húsbóndann, mikið er gott að hann er hávaxinn og stendur upp úr. Þá eru þeir þar jeppakarlarnir að tala saman og skoða jeppa. Öðru hverju vippar sér einhver undir jeppann og þeir tala tungum sem ég ekki skil, ég þarf heldur ekkert að vera sérfræðingur í legum, bremsuklossum, kúpplingsdiski, ryði og hvað sé orginal og hvað sé ekki orginal. Ég skil samt að best sé að hafa orginal. Grillmaturinn á laugardagskvöldið var bara dýrðlegur, löng biðröð en fyrirhafnarinnar virði. Þetta er bara ágætt, hann liggjandi undir jeppunum til að skoða undirvagninn en ég lesandi bækur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband