KETTIR OG SPARIFÖT

Við hjónin komu heim síðdegis í gær í sparifötum, eftir erfiðan dag. Hr. Franz beið eftir okkur eins og alltaf. Við heyrðum klórið fyrir utan dyrnar þegar við opnuðum. Og eins og alltaf kom hann ekki upp orði, yfirsig glaður að húsbændur væru loksins komin heim, en raddlaus og hás eftir svefn. Hr. Franz er orðinn ótrúlega gamall, við vitum ekki hve gamall, enda tekinn í fóstur af Kattholti á sínum tíma. En talandi upp sparifötin tók enginn hann upp í fangið, heimilisfólkið vildi sum sé ekki fá kattarhár í sparifötin, hvað fólk getur verið smámunasamt.
Hr. Franz er ekki allra, hann er afskaplega sérlundaður. Enda ekki við öðru að búast, lífsreyndur í kattasamfélagi, einhver högni í Vesturbænum,einhver högni með illgjarnt augnaráð, halló Guðmundur Stefán Ragnarsson, Muggi, tók bara hluta eyrans og það vantar ennþá.
Varðandi raddleysi hr. Franz var okkur sagt að hann hefði verið geltur svo seint að röddin væri altso ekki hæf í söngnám.
Það hefur nú ekki háð honum neitt hingað til. Ég tel að hann sé síam köttur að hluta til, enda getur hann ekki þagnað. Meira síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband