Hvað eru lyfjafyrirtæki að hugsa

Hvað eru lyfjafyrirtæki og heilbrigðisráðuneyti að hugsa í dag. Allavega ekki um öryggi fólks, sem þarf að nota lífsnauðsynleg lyf. Í heil 28 ár hef ég þurft að nota ofnæmislyf að nafni Polaramin með hæsta styrk, þ.e. 6 mg. En á mánudaginn síðasta var það ekki til í mínu apóteki, ekki til í Borgarnesi, ekki til í Búðardal, enda var mér sagt í apótekinu að lyfið væri illfáanlegt í borginni, en næsta sending kæmi 10. ágúst. Einmitt það 10. ágúst, þá væri ég sennilega kominn inn á spítala með tvöfalt andlit af bólgu, þykka tungu og öndunarerfiðleika.
En ég var heppin, fékk svo lyfið mitt í dag í apóteki í Mjóddinni, fékk annan pakkann af 2 sem til var. Ég hef prufað önnur ofnæmislyf, sem ekki höfðu meiri verkun en sykurmolar. Þetta er mín saga, en hvað um annað fólk, sem þarf að nota lyf, ég held að margir séu í mun verri stöðu en ég var, sem er með hættulegri sjúkdóma t.d. hjartalyf og annað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ábyrgð lyfjafyrirtækja er frekar lítil því það eru framleiðslufyrirtækin sem bera mesta ábyrgð að nóg sé til að birgðum í landinu. T.d. Actavis, en Íbúfen er t.d. ekki til í landinu eins og er eins og mörg önnur lyf, en þá er alltaf gripið til samheitalyfja sem halda í þokkabót birgðum sínum í lágmarki ! 

Einnig er líka til að öryggisstaðall lyfjafyrirtækja vegna birgðastöðu hafi lækkað í kjölfar kreppunnar, og þá er ekki von á góðu, því þá láta þau lyfin klárast frekar en að halda þeim á lager eins og var á árum áður.

Brynja (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 22:04

2 Smámynd: Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir

Kærar þakkir f. að svara mér. Samheitalyf f. Polaramín er ekki til. Mér brá svo mikið að geta ekki keypt lyfið mitt í mínu Árbæjarapoteki eins og alltaf.

Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir, 30.7.2010 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband