Ótrúlegt

Það er ótrúlegt að lesa blöðin og hlusta á fjölmiðla þessa dagana. Runólfur ráðinn og Runólfur beðinn að segja af sér embætti. Ásta Sigrún sár og biður um upplýsingar um hæfnismat, Ástu Sigrúnu boðið starfið og læst hugsa sig um, Ásta Sigrún þiggur starfið. Punktur, vonandi. Ég tel að Runólfur hafi verið góður í þetta starf, virðist skeleggur í starfi, en með sína fortíð er það útilokað. Sólbrúni ráðherrann bar þó gæfu til að gera sér grein fyrir því. Ég þekki engan aðila þessa máls, en þótt Ásta Sigrún sé vafalaust hin mætasta kona, hefur hún nokkurt bein í nefinu. Spurningarmerki.
mbl.is Afþakkar laun í uppsagnarfresti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Af hverju gerði sólbrúni ráðherrann sér grein fyrir því að Runólfur yrði að hætta????

Sveinn Elías Hansson, 6.8.2010 kl. 21:00

2 Smámynd: Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir

Jú í fyrstu taldi hann að um smá æsing yrði að ræða og þetta myndi nú bara ganga yfir. Svo þegar að þetta mál var í öllum fjölmiðlun tók hann að ókyrrast og íhugaði sína stöðu, hann ætlaði að humma þetta af sér, en gerði sér svo ljóst að það væri ekki hægt.

Takk f. að svara mér, kveðja Inga

Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir, 6.8.2010 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband