Færsla úr Hraunbæ

Nú er ég að taka þátt í könnun sem heitir Rannsókn á útgjöldum heimilanna sem Hagstofan stendur fyrir. Aðeins 1.222 heimili voru valin af handahófi úr þjóðskrá. Í rauninni undrast ég hversu fá heimili fá þessa könnun og þess vegna ákvað ég að vera með þrátt fyrir að það kosti vissulega nokkra vinnu. Ég þarf að skrá niður útgjöld heimilisins í 2 vikur og svara spurningum um stærri útgjöld síðustu 3 mánuði.

Þannig að frá mánudeginum 26. sept. hef ég skráð samviskulega öll útgjöld heimilisins. Rétt eins og sagði í leiðbeiningunum með þessari könnun er einfaldast að taka alltaf með greiðslukvittun og láta fylgja með.

Og svo að lokinni könnun og viðtali fæ ég að velja mér gjöf. Ég get valið um margt og er komin með ákveðinn valkvíða. Ég get valið um kaffivél, handþeytara, samlokugrill, hárblásara, skeggsnyrti, baðvog, hraðsuðuketil, sléttujárn eða áskrit að tímariti frá Birtingi í einhverjar vikur. Ég er ekki búin að ákveða mig ennþá. Bestur kveðjur þangað til næst, ég sé að einhverjir eru alltaf að fara inn á bloggið mitt þótt síðasta færsla væri skrifuð f. mánuði síðan, endilega skrifið inn athugasemd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband