4.4.2012 | 21:09
Gúllassúpa, tertur og gott fólk
Ég var rétt áðan að búa til gúllassúpu fyrir matarboð á morgun. Með gúllassúpunni verður líka sýrður rjómi og nýbakað brauð. Í eftirrétt verða alveg dásamlegar tertur, 3 litlar tertur með mismunandi bragði sem keyptar voru í flottu bakaríi í dag. Fórum í Kjöthöllina til að kaupa inn nautakjötið í súpuna, það er alveg ábyggilegt að í Skipholtið fer ég oftar.
Allt gott er að frétta úr Hraunbænum. Nú líður að forsetakosningum, málið er einfalt ég kýs núverandi forseta Ólaf. Að mínu mati sýndi hann kjark, þor og hug fyrir sína þjóð þegar allt annað brást. Ég veit ekkert hvað húsbóndinn kýs það er hans mál. Bið að heilsa þangað til næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.