Undur og stórmerki

Undur og stórmerki gerðust í dag. Ég fjárfesti í ryksugu loksins. Ég keypti almennilega ryksugu, sem í heimi bíla er á við Benz. Ég er búin að eiga 2 ryksugur keyptar í stórmarkaði og búin að fá nóg af lélegum ryksugum. Er búin að vera ryksuga í allan dag, eða þ.e.a.s. ryksugan búin að draga mig á eftir sér. Foreldrar mínir eiga eina slíka, að vísu orginal sem í dag kostar um Það bil 70-80 þús. Ég keypti mun ídýrari týpu sem mun vonandi duga vel.
Hr. Franz er ekki hress, hann fær í magann á fárra daga millibili og kvartar sárann. Þetta er bara aldurinn. Kettir upplifa háan aldur rétt eins og mannfólkið, ýmsir kvillar koma í ljós. Þess á milli sefur hann í besta stólnum og hefur engan áhuga á litlu flugunum í stofunni, reyndar eru þær bara tvær núna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband