Axlabönd og hjónaband

Fórum hjónakornin í verslunarmiðstöð um helgina sem var. Erindi voru ýmisleg, m.a. að kaupa axlabönd á húsbóndann. Við gengum inn í búðina og sáum enga afgreiðslumanneskju á lausu. Leitum að beltum, sagði ég þá hljóta axlarböndin að vera þar hjá. Axlarbönd reyndust vera fyrir innan afgreiðsluborðið. Maðurinn fékk leyfi til að vippa sér inn fyrir og skoða. Hann var að handleika hvít axlabönd og ég sagði bara nei. Okkar nánasta fólk veit að hann tekur í nefið.
Svo kom hann sigri hrósandi með brún axlabönd, í allt að svona 3 brúnum tónum. Mér datt ekki í hug að minna hann á að hann á ekkert brúnt, heldur eru bláu tónarnir frekar ráðandi í fataskápnum. Ekki er hægt að ganga of langt. Já segi ég við afgreiðslumannin, eru axlaböndin til í mismunandi stærðum, nei segir hann, ein stærð fyrir alla, en þú hlýtur að sjá að maðurinn er mjög hávaxinn. Minn maður var óþolinmóður og vildi bara borga og fara heim með ómátuð axlabönd. Og ég sagði bara nei og maðurinn mátaði axlaböndin í búðinni og þau komu heim, þ.e.a.s. maður og axlabönd og koma. Við hlógum svo dátt í búðinni, afgreiðslumaðurinn, Siggi og ég yfir ráðsmennsku konunnar í innkaupunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband