20.12.2010 | 16:06
Að borða allt súkkulaðið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010 | 16:36
Jólaboð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2010 | 16:53
Innistæðulaus í búð 2
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2010 | 16:54
Innistæðulaus í búð
Mínu korti er hafnað vegna þess að gildistíminn rann úr 1. desember 2010, ekki vegna þess að peningar væru ekki fyrir hendi, heldur vegna þess að andsk.....kortið var útrunnið. Af hverju var mér ekki tilkynnt það í brefi frá íslandsbanka eða í heimabankanum mínum. Til að gera langa sögu stutta kom sonur minn syfjaður og pirraður á mömmunni sinni og leysti mig og vörur út. Þessi saga endaði vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2010 | 19:54
Ég og jólin
Og svo í fyrrakvöld, þegar ég var búin að elda fyrir hann dásamlegan mat, spurði ég hann hvort honum fyndist nokkur munur á því að setja upp seríu í glugga eða aðventuljós. Nei reyndar ekki sagði hann, er eitthvað eftir af kartöflustöppunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2010 | 15:50
Axlabönd og hjónaband
Svo kom hann sigri hrósandi með brún axlabönd, í allt að svona 3 brúnum tónum. Mér datt ekki í hug að minna hann á að hann á ekkert brúnt, heldur eru bláu tónarnir frekar ráðandi í fataskápnum. Ekki er hægt að ganga of langt. Já segi ég við afgreiðslumannin, eru axlaböndin til í mismunandi stærðum, nei segir hann, ein stærð fyrir alla, en þú hlýtur að sjá að maðurinn er mjög hávaxinn. Minn maður var óþolinmóður og vildi bara borga og fara heim með ómátuð axlabönd. Og ég sagði bara nei og maðurinn mátaði axlaböndin í búðinni og þau komu heim, þ.e.a.s. maður og axlabönd og koma. Við hlógum svo dátt í búðinni, afgreiðslumaðurinn, Siggi og ég yfir ráðsmennsku konunnar í innkaupunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2010 | 16:37
Undur og stórmerki
Hr. Franz er ekki hress, hann fær í magann á fárra daga millibili og kvartar sárann. Þetta er bara aldurinn. Kettir upplifa háan aldur rétt eins og mannfólkið, ýmsir kvillar koma í ljós. Þess á milli sefur hann í besta stólnum og hefur engan áhuga á litlu flugunum í stofunni, reyndar eru þær bara tvær núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2010 | 14:23
Lengi getur vont versnað
Nú liggur fyrir að Geir Haarde fer einn fyrir landsdóm. Ég hefði frekar kosið að þau öll, Ingibjörg, Árni og Björgvin, hefðu farið fyrir dóminn. En fleiri ættu að fara s.s. Davíð O. Halldór Á. Og hvað með núverandi ríkisstjórn, Jóhönnu S. og Steingrím J., sem vilja gjarnan hafa vald til alls, en taka enga ábyrgð á einu né neinu.
Nýjar kosningar breyta engu, þetta er allt sama liðið. Það sem ég vil sjá er algjör umbylting, þ.e. þjóðstjórn og einstaklingskosning. Það versta er að við eigum fullt af hæfu fólki til að stjórna, sem er nú utan þings. Ég get líka nefnt 4-5 núverandi þingmenn sem ég treysti. Það er sárt að vera íslendingur í dag.
Hrina af uppboðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2010 | 14:38
3 flugur á sveimi
Um síðustu helgi dvaldi hér á heimilinu af og til labradortík, sem heitir Perla. Við vissum ekki hvernig hr. Franz myndi bregðast við. Perla var bara inn í herbergi en hr. Franz sá hana þegar hún kom og fór. Skrýtið, aumingja Perla virtist vera hræddari við hr. Franz en hann við hana. Reyndar á sunnudeginum þegar að Perla fór var hr. Franz bálreiður yfir að hafa ekki fengið að kynnast henni betur, hann kvartaði sáran þegar hún var farin.
Í þessum skrifuðu orðum liggur Franzinn steinsofandi í besta stólnum í stofunni, aðeins að leggja sig. Hann á nefnilega fisk á diskinum sínum þannig að hann sefur ekki lengi. Það er svo skrýtið að þótt sjónin hans fari versnandi er lyktarskinið alveg í lagi. Hann getur greint það á augabragði þegar ég kem heim hlaðin innkaupapokum hvort það sé frosinn fiskur í farteskinu. Þess vegna hendi ég upp potti á eldavél með örlitlu vatni og sýð svona 3 minnstu bitana handa honum til að byrja með. Svo síðar sýð ég afganginn. Kettir eru gott fólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2010 | 13:26
Í takt við annað
Laun varaborgarfulltrúa hækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)