Trúi engu lengur

Varðandi Ingibjörgu Sólrunu hélt ég alltaf með henni og kaus, rétt eins Kvennalistann, og mig auma, þvílíkt asni var ég. Ég treysti engum.
mbl.is Aðeins helmingur mætti til fundarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Inga og Kulumagi

Margt hefur nú á dagana drifið síðan síðast. Mikið að ske og mikið að gera. Mig hefur ekki langað til að blogga upp á síðkastið.
Hins vegar langar mig að segja smá sögu um köttinn Kúlumaga, sem ég eignaðist 6 vikna gamlan og lést 25. maí 2009, hann er jarðaður í Árbæjarlandi í sinni sérsmíðuðu kistu með leiði og kross og alles. Hann var 15 ára og 2ja mánaða þegar hann dó.
Mikið sem ríkissjónvarpið er ömurlegt þá eins og nú. En samt um páskana var sýnd í sjónvarpi kvikmynd sem heitir Titanik, hún var mjög löng. Kúlumagi var hinn ánægðasti í byrjun kvöldsins. Var í mínum sófa, lét vel af sér og lygndi augunum. Svo bara var myndin svo löng, að mínum fór að leiðast. Lengi lá hann eins og pönnukaka milli sjónvarps og svefnherbergis, að bíða eftir húsmóður inn í rúm. Svo þegar myndin var búin og við hjónakornin með tárin í augunum fannst Kúlimagi hvergi. Við leituðum inn í öllum skápum, undir rúmum, og ekki fannst kötturinn, kl. 5 um morguninn kemur umræddur köttur í ljós, malandi og glaðbeittur á koddann hjá mér.
Kettir hugsa sitt og getur sárnað.

Þetta eru nú góðar fréttir

Þetta eru nú góðar fréttir. Einmitt, nú fer eitthvað að ske. Og til viðbótar við góðu fréttirnar eru að 1. sept. n.k. fer enn þá meira að ske. Ég dansa af kæti. Hvað hefur gengið fram, hver hefur verið árangur af starfi sérstakst saksóknara hingað til, spyr sá sem ekki veit. Sumir af fjármálasakborningum voru leiddir f. dóm fyrr á árinu, en svo gerist ekki neitt. Voru það 4 eða 5 menn sem leiddir voru fyrir dóm. Hvað með úrskurð um gengislánin, allt er í biðstöðu og enginn veit neitt, er nema von að Íslendingar fari úr landi.
mbl.is Von á fleiri ákærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá danski, bálreiði, hringir

Ég hef áður í blogginu minnst á hve trúgjörn ég er, ég er líka manneskjan sem fattar brandarann daginn eftir. Fyrir u.þ.b. 100 árum vann ég á skrifstofu á stórum spítala hér í borg. Vann þar sem sagt á skrifstofu framkvæmdastjórans ásamt fleirum. Ég hef alltaf haft það fyrir sið að mæta tímanlega á morgnana, yfirleitt svona 20 mín. fyrir tilsettan tíma. Einn fagran sumarmorgun er ég mætt snemma og var alein á hæðinni og síminn hringir. Það fór ekkert á milli mála að í símanum var bálreiður maður, sem talaði svo dönsku í þokkabót. Ég reyndi að skjóta inn í samtalið hvort hann talaði ekki ensku. Hann hlustaði ekkert á mig. Eins og ég er nú léleg í dönsku, skildi ég nú samt aðalatriði harmsögunnar.
Jú, jú, konan hans hafði verið lögð inn á spítalann með garnaflækju. Svo er bara ekkert með það að konan hans verður hrifinn af öðrum manni þarna á spítalanum og segir svo sínum manni upp, þessum bálreiða. Hann var yfir sig hneykslaður og reiður við starfsfólk spítalans og sagði eitthvað á þá leið, að það væri and..... hart að geta ekki lagt inn konuna til lækninga án þess að eiga það á hættu að splundra hjónabandinu, 15 ára farsælu hjónabandi, að hans sögn.Svo skellti hann á mig látum. Ég sat hreint út sagt agndofa eftir símtalið.
Stuttu síðar hringir maðurinn minn og ég fer að segja honum frá þessu skelfilega símtali. Gellur þá við sama danska, reiða röddinn. Þá var þarna maðurinn minn að verki og ekki í fyrsta sinn, hann vissi sum sé hvað ég er léleg í dönskunni. Málið er að ég á erfitt með að þekkja raddir í síma. Það var margt brallað og skemmt sér fyrir 100 árum, oft á minn kostnað, en alltaf hef ég skemmt mér yfir því.

Ótrúlegt

Það er ótrúlegt að lesa blöðin og hlusta á fjölmiðla þessa dagana. Runólfur ráðinn og Runólfur beðinn að segja af sér embætti. Ásta Sigrún sár og biður um upplýsingar um hæfnismat, Ástu Sigrúnu boðið starfið og læst hugsa sig um, Ásta Sigrún þiggur starfið. Punktur, vonandi. Ég tel að Runólfur hafi verið góður í þetta starf, virðist skeleggur í starfi, en með sína fortíð er það útilokað. Sólbrúni ráðherrann bar þó gæfu til að gera sér grein fyrir því. Ég þekki engan aðila þessa máls, en þótt Ásta Sigrún sé vafalaust hin mætasta kona, hefur hún nokkurt bein í nefinu. Spurningarmerki.
mbl.is Afþakkar laun í uppsagnarfresti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru lyfjafyrirtæki að hugsa

Hvað eru lyfjafyrirtæki og heilbrigðisráðuneyti að hugsa í dag. Allavega ekki um öryggi fólks, sem þarf að nota lífsnauðsynleg lyf. Í heil 28 ár hef ég þurft að nota ofnæmislyf að nafni Polaramin með hæsta styrk, þ.e. 6 mg. En á mánudaginn síðasta var það ekki til í mínu apóteki, ekki til í Borgarnesi, ekki til í Búðardal, enda var mér sagt í apótekinu að lyfið væri illfáanlegt í borginni, en næsta sending kæmi 10. ágúst. Einmitt það 10. ágúst, þá væri ég sennilega kominn inn á spítala með tvöfalt andlit af bólgu, þykka tungu og öndunarerfiðleika.
En ég var heppin, fékk svo lyfið mitt í dag í apóteki í Mjóddinni, fékk annan pakkann af 2 sem til var. Ég hef prufað önnur ofnæmislyf, sem ekki höfðu meiri verkun en sykurmolar. Þetta er mín saga, en hvað um annað fólk, sem þarf að nota lyf, ég held að margir séu í mun verri stöðu en ég var, sem er með hættulegri sjúkdóma t.d. hjartalyf og annað.

KETTIR OG SPARIFÖT

Við hjónin komu heim síðdegis í gær í sparifötum, eftir erfiðan dag. Hr. Franz beið eftir okkur eins og alltaf. Við heyrðum klórið fyrir utan dyrnar þegar við opnuðum. Og eins og alltaf kom hann ekki upp orði, yfirsig glaður að húsbændur væru loksins komin heim, en raddlaus og hás eftir svefn. Hr. Franz er orðinn ótrúlega gamall, við vitum ekki hve gamall, enda tekinn í fóstur af Kattholti á sínum tíma. En talandi upp sparifötin tók enginn hann upp í fangið, heimilisfólkið vildi sum sé ekki fá kattarhár í sparifötin, hvað fólk getur verið smámunasamt.
Hr. Franz er ekki allra, hann er afskaplega sérlundaður. Enda ekki við öðru að búast, lífsreyndur í kattasamfélagi, einhver högni í Vesturbænum,einhver högni með illgjarnt augnaráð, halló Guðmundur Stefán Ragnarsson, Muggi, tók bara hluta eyrans og það vantar ennþá.
Varðandi raddleysi hr. Franz var okkur sagt að hann hefði verið geltur svo seint að röddin væri altso ekki hæf í söngnám.
Það hefur nú ekki háð honum neitt hingað til. Ég tel að hann sé síam köttur að hluta til, enda getur hann ekki þagnað. Meira síðar.

VEÐRIÐ UM HELGINA

Það var alveg kominn tími til að íbúar á Norður- og Austurlandi fengju gott veður. Hér í Reykjavík hefur verið Majorkaveður dögum saman og svo heitt, að staldrað er við lengi í kæliklefa verslana.

mbl.is Blíða fyrir norðan og austan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hangkjöt og bílavarahlutir hanga saman

Ég sauð hangikjöt á laugardaginn var. Ég fór út í ..... og keypti rúlluna af hangiketinu. Setti svo í pott og slatta af púðursykri saman við. Jú þetta fékk að malla. Svo var hangiketið soðið og ég eldaði fyrir húsbóndannn það sem hann vildi, mikið smjattað og alles. Enn, nú var hangiketið soðið og vantaði pressu, húsmóðurin velti vöngum um sinn, setti þungan pott ofan á hangiketið, svipaðist um stofu eftir þungum hlutum, setti svo bílavarahluti ofan á hangiketið. Sonur minn var reyndar svo lítið hissa á toppunum á pottinum.
Ég er reyndar ekki með á hreinu með bílavarahlutina, allla innpakkaða,
Kona bjargar sér, það er svo einfalt.

Hangkjöt og bílavarahlutir hanga saman

Ég sauð hangikjöt á laugardaginn var. Ég fór út í ..... og keypti rúlluna af hangiketinu. Setti svo í pott og slatta af púðursykri saman við. Jú þetta fékk að malla. Svo var hangiketið soðið og ég eldaði fyrir húsbóndannn það sem hann vildi, mikið smjattað og alles. Enn, nú var hangiketið soðið og vantaði pressu, húsmóðurin velti vöngum um sinn, setti þungan pott ofan á hangiketið, svipaðist um stofu eftir þungum hlutum, setti svo bílavarahluti ofan á hangiketið. Sonur minn var reyndar svo lítið hissa á toppunum á pottinum.
Ég er reyndar ekki með á hreinu með bílavarahlutina, allla innpakkaða,
Kona bjargar sér, það er svo einfalt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband