13.7.2010 | 12:44
Ég fékk sjokk
Ein önnur tillaga AGS er að hækka skatt á laun yfir 375 þúsundum og taka þá 47,2 prósent.
Svo auðvitað kom Jóhanna Sigurðard. fram í hádegisfréttunum og bar þetta af sér. Þegar ég hlusta á Jóhönnu finn ég kuldahroll hríslast niður bakið á mér, ég hefði átt að styðja hana betur hér áður fyrr.
Málið er einfalt, ég trúi ekki orði sem ríkisstjórnin segir.
Útilokar ekki skattahækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.7.2010 | 16:57
lækkað matvöruverð
Nefni t.d. kjötálegg í bréfum. Þegar búið er að opna bréfið er komið þráabragð á 3ja degi. Þetta á við áleggið frá mörgum framleiðsluaðilum. Þannig að kaupa lélega vöru á rándýru verði er það sem íslenskir neytendur standa oft á tíðum frammi fyrir.
Mér líður stundum eins og leynilögreglumanni við innkaupin. Ekki taka fremsta áleggsbréfið í rekkanum heldur kíkja á dagsetningu aftast, oft er þar mun nýrri dagsetning. Ekki taka efst í frystinum kjöt og fisk, heldur neðar, þar sem mun minni frostkrapi er í pakkanum.
Ég datt niðurá ódýran og góðan mat í síðasta mánuði. Keypti frosið hakk í lágvöruverslun nr. 1, stóra dós af bolognesesósu, átti fyrir lauk og spaghettí. þessi máltíð kostaði u.þ.b.200-250 kr. f. manninn, mínir menn borða mikið.
Matvörur hafa lækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2010 | 19:42
EIN SEM TRÚIR ÖLLU
Eitt sem hefur alltaf fylgt mér er trú að allt sem ég geng í gegnum sé satt, barasta hreinasti sannleikur, enda hef ég aldrei hrekkt annað fólk. Þannig að ég er barasta trúgjörn og hrekklaus og ákjósinlegt fórnarlambm.
Hrekkingir, sem ég hef þurft að ganga í gegnum, drottinn minn dýri. Ég fékk vinnu hjá Kaupfélagi Húnvetninga þegar ég var unglingur, þar mun hafa verið frændi minn Ragnar Ingi tómasson sem reddaði mér þe. vinnu. Mér varð það ljóst í vinnuni að ekki væri æskilegt að hringt væri í starfsmenn á gólfi. Nú, nú, hringt var í mig með nafni og ég beðin að koma í símann og ég skynjaði að þetta var nú ekki vinsællt. Jú, jú, þarna var í símanum þjóðþekktur alþingismaður vestan úr Dölum, sem bað mig um gistingu. Jú, hann hafði sum sé frétt að ég væri þar við störf og datt í hug að hringja í mig. Sko, við erum nú bara þrír hér á ferð og mér datt í hug að hafa samband við þig.
Litlu seinna var hringt í kaupfélagið, var þar á ferð bróðir minn, sem skellihló af skelfingum systur sinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2010 | 13:34
ÓSKRIFAÐ BLAÐ
Meirihlutinn með 71% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2010 | 19:59
útilegueggjahljóð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2010 | 14:23
landsmótið á selfossi
Í fyrra var aðstaðan ekki eins notaleg. Jú, jú, við vorum með skotheldan búnað að við héldum, blásaklaus, þegar við lögðum glaðbeitt af stað austur.
Við vorum með splunkunýtt tjald f. 5, dýnur til að blása upp, sængurföt og teppi borð og 2 útilegustóla. Við komum um miðjan dag í glampandi sólskini og smá golu. En svo kárnaði gamanið. Húsbóndinn gat engan veginn séð hvernig ætti að tjalda eftir svokölluðum leiðarvísi, golan varð að fjúkandi roki, tjaldið að stórum flugdreka og mátti húsmóðurin fleygja sér kylliflatri á tjaldið, þannig að það tæki ekki flugið enn lengra austur. Húsbóndinn sem er annálaður geðprýðismaður var orðinn þreifandi reiður við búðina sem seldi honum tjaldið með allt að því kínverskum leiðbeiningum.
Síðari nóttina slóst tjaldið til og frá í rokinu,hávaðinn maður lifandi, og rigndi það mikið að sængurföt og tjaldbúar vöknuðu blautir og hraktir á sunnudagsmorgun.
En hvað um hrakninga og munað, það sem skipti máli var það skemmtilega fólk sem er í Fornbílaklúbbnum, það er leitun að skemmtilegra fólki. Við hlökkum til næsta móts.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2010 | 14:24
UPPNÁM
Senda ekki út greiðsluseðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2010 | 18:04
HÚRRA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2010 | 13:36
Hvað gerir Hæstiréttur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2010 | 11:55
BLOGG, tilraun nr. 3, I only say this....
Það er nú meira sem tækninni hefur fleygt fram síðustu ár og áratugi. Sem verandi kona á besta aldri er erfitt að fylgjast með. Allt niður í bleyjubörn eru nú komin með gsm-síma með ýmsu patenti innbyggðu svo sem, myndavél, gsp-staðsetningatæki, stjörnukíki ásamt hraðvirku eggjasuðutæki. Smá ýkjur, en samt.
Nú þarf ég að eignast tölvumyndavél og læra að setja inn myndir á bloggið. Aumingja börnin mín munu eiga verulega íþyngjandi mömmu á næstunni.
Ég var á þrælskemmtilegu tölvunámskeiði sl. haust og í framhaldi af því skráði ég mig inn á Facebook. Sonur minn setti mynd inn á Facebookið, en varð jafnframt að orði, að nú væri fokið í öll skjól, þar sem mamman væri komin með síðu. Tölvukennarinn ráðlagði okkur nemendum að vera bara dugleg að þreifa okkur áfram á tölvunni, við gætum ekki eyðilagt neitt, við værum ekki nógu klár til þess.Þetta fannst mér yndislega fyndið. Ég prufaði meira að segja eitt kvöldið að fara á vafasamar vefsíður. Þá var ég alein heima og átti ekki von á truflun, var búin að draga gluggatjöldin fyrir alla íbúðina til öryggis. Sá þarna myndir af fólki sem greinilega var á leiðinni í bað og hafði afklætt sig. Mér leið þarna eins og þjóf að nóttu og sagði engum frá, nema á námskeiðinu. Þetta var hið besta skemmtiefni í bekknum og fleiri álíka sögur voru sagðar, enda ekki eðlilegt hvað nemendur voru skemmtilegt fólk á öllum aldri.
Hendið mér bara upp á fjöll með viðeigandi tækjabúnað og matarbirgðir og ég skal elda ofaní 80 manns rétt eins og drekka vatn. Það er eins og ég hef alltaf sagt að ég er góð í svo mörgu og að eitthvað hlýtur að verða útundan.
Það gékk svolítið illa með þetta blogg. Í fyrstu tilraun fór ég að kanna púkaforritið og bloggið mitt hvarf. Í annarri tilraun ýtti ég óvart á vista og birta í staðinn fyrir vista uppkast. Já enginn verður óbarinn biskup. Ég ætla að halda ótrauð áfram og ekki láta deigann síga. Heyrumst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)