14.3.2011 | 10:38
Kattarlaus eftir 18 įr
Aumingja hr. Franz Jósef fįrveiktist fyrir rśmri viku sķšan. Honum leiš svo illa aš hann varš aš fį hvķld og sofna svefninum langa. Mig langar aš hrósa Dżraspķtalanum ķ Vķšidal. Žar er afskaplega vel tekiš į móti dżrum og žeirra eigendum ķ erfišum ašstęšum. Sķšustu dagar hafa veriš skrżtnir aš žvķ leyti aš viš heyrum żmiss hljóš sem viš vorum vön aš heyra frį Franzinum. Einnig er stundum komiš upp ķ rśmiš mitt į nóttunni. Ég held aš hann sé aš venjast vistaskiptunum og įtta sig. Viš ętlum ekki aš taka aš okkur kött nęstu įrin. Mér gremst svo mikiš hvaš fólk getur veriš įbyrgšarlaust varšandi dżr, sérstaklega ketti. Žaš er eins og hundar séu hęrra settir aš žvķ leyti. Mig langar til aš eignast hund ķ framtķšinni hafi ég ašstęšur til žess. Nś er stefnan sett į aš eignast blóm aš nżju. Ég er mikil blómakona, Franzinn įt öll blóm, sérstaklega voru afskorin blóm mikil įskorun. Svona er žetta bara, ašstęšur breytast ķ hinu daglega lķfi og um aš gera aš reyna aš ašlaga sig aš ašstęšum hverju sinni, en žetta er sįrt.
Athugasemdir
En hvaš ég skil žig vel, ég missti Brand ķ haust og svo litla Snśš nśna ķ janśar, Žeirra er sįrt saknaš. En ég ętla ekki aš fį inn annan kött ekki ķ bili allavega. Žvķ žeir voru ķ fjölskyldunni og enginn kemur ķ žeirra staš.
Įsthildur Cesil Žóršardóttir, 14.3.2011 kl. 20:33
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.