Ég er bálreið

Ég er bálreið og sár. Þessar tillögur borgarstjórnar Rvk.um niðurskurð og breytingar í leik- og grunnskólum eru andstyggilegar einu orði sagt. Mér er málið skylt að því leyti að ég hef unnið í mörg ár á báðum skólastigum. Ég þekki þess vegna vel til þessara mála. Þarna er verið að umbylta góðum skólum, segja upp leiðskólastjórnendum og skólastjórum f. einhverja smápeninga. Margir stjórnendur hafa tekið sér ársfrí til þess að mennta sig enn frekar og þetta eru þakkirnar. Mér finnst stundum þegar ég fylgist með fréttum að ástandið geti ekki vernsnað meira en orðið er, en það verður sífellt verra. Hvað næst, ég bara spyr.En að allt öðru, Franzinn er á sveimi hér enn. Við hjónakornin fórum í stórmarkað í morgun til að byrgja okkur upp með mat. Þegar við komum heim beið okkar engin köttur til að athuga innkaupapokana eða kvarta yfir því hve lengi við vorum að heiman. Við höfum í mörg ár átt heima í Hraunbænum en aldrei verið kattarlaus fyrr en núna. Kettir eru gott fólk og fer batnandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband