Kosningar og hjón

Nú liggja fyrir kosningarnar varðandi Icesave í apríl. Ég ætla að segja NEI aftur en húsbóndinn er að hugsa sitt mál. Í upphafi var hann ákveðinn að segja JÁ en er svona að bræða þetta með sér. Nú erum við búin að búa í Hraunbænum í nokkuð mörg ár og kjósum í Árbæjarskóla. Við förum að sjálfsögðu saman á kjörstað og kjósum, hann kýs hvítt og ég kýs svart og svo kaupum við okkur gott kaffibrauð í bakaríinu á eftir. Það er alveg sama hve sterkar skoðanir við höfum á kosningum og stjórnmálum, það eru mannréttindi að geta myndað sér skoðun í friði. Sammála hjón eru góð hjón.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband