Hvað er málið með karlmenn og innkaup

Jólin okkar voru yndisleg og gerast ekki betri. Fengum að vera með báða 2 ömmu- og afastrákana. En í gær fórum við hjónakornin semsagt í stórmarkað sem var opinn til að athuga með úlpu á húsbóndann og kaupa eitthvað gott í matinn. Við tókum strikið beint í herradeildina til að skoða úlpur. Ekki var nú mikið úrval og sérstaklega ekki í stærri stærðum. Enn merkilegt nokk þá fann húsbóndinn úlpu sem var nógu stór á hann, hlý og með alvöru hettu. Kaupum þetta bara sagði bóndinn og förum yfir í matvörudeildina. Ég þurfti aðeins að koma við í nærfatadeild f. konur og sagði að ég ætlaði aðeins að skoða og hann ætti að bíða með kerruna. Það gat hann ekki, heldur keyrði kerruna fram og aftur fram hjá nærfatadeildinni.

Og svo var farið í matvörur. Okkur vantaði ljósaperur í jólastjörnu, okkur vantaði mjólk, meðlæti með steik, mig langaði líka í konfekt, mig vantaði brauð og álegg. Hann eins og einbeittur skæruliði með körfuna og ég hlaupandi á eftir. Rétt eftir að við hlupum fram hjá konfektinu gerði ég uppreisn. Hann semsagt skynjaði að ég var ekki par ánægð og stoppaði og ég sagði við hann rólega og stundarhátt að hann væri ÖMURLEGUR. Eftir þetta lukum við innkaupunum og maðurinn róaðist. Skrýtið að þegar við vorum á heimleið með úlpu, konfekt, nærföt f. konur ásamt öðru þá var allt í einu nógur tími.

Já þá var allt í einu tími til að fara á 2 bensínstöðvar til að leita að Bændablaðinu sem betur fer fékkst, síðan var farið heim. Bændablaðið var lesið og eldaður flottur matur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband