12.12.2013 | 18:39
Við vorum að koma heim úr fríi
Mikið sem ég er ánægð með mig núna. Við hjónakornin vorum að koma heim í Hraunbæ frá Ölfusborgum. Við vorum þar síðast í mars sl. í vonda veðrinu og höfðum áhyggjur af fjölskyldunni í bænum en allt gekk vel. ´
Eg veit ekki í hve mörg ár við höfum átt þess kost að vera á þessum yndislega stað bæði yfir sumartíma og vetrartíma, það er frábært að vera fyrir austan. Efling verkalýðsfélag á þarna 10 bústaði heilt yfir.
Ég er ekki ánægð í fyrsta skipti. Þarna var greinilega sveppur í sturtunni, engin uppþvottavél, allt var fitugt og þurfti að þvo allt upp áður en notað var og SVO vantaði tappann í vaskinn. Þetta lét ég ekki á mig fá EN þegar að fjölskylda mín ofurspennt var að koma í heimsókn um langan veg eftir vinnu virkaði ekki ofninn á eldavélinni betur en svo að ofurlambalærið sem ég hafði keypt hrundi vegna þunga niður í botn á ofninum.
Lambalærið mitt var frábært aðallega vegna þess að ég tók út skökku skúffuna með lambalærinu og hellti safanum af. Með lambalærinu var rauðkál, grænar baunir, maísbaunir, brúnaðar kartöflur, smjörsteiktar kryddaðar kartöflur, brún rjómasósa ala mamma og osta-rjóma-sveppasósa mömmu, kók og malt og appelsín. Marsís í eftirrétt.
Ég mun að sjálfsögðu heimsækja Ölfusborgir aftur en hins vegar ekki þetta hús.
Jólakveðja til ykkar allra og sérstaklega til þín sem ferð inn á bloggið mitt alltaf árangurslaust.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2013 | 17:41
Langar að fara í vikufrí í Ölfusborgir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2012 | 19:06
Jólainnkaup hjónakornanna í Hraunbæ
Dagurinn byrjaði ekki sérstaklega vel vegna fjölskylduvandamála sem svo voru leyst. Ég var með allt niðurskrifað vandlega hvað ætti að kaupa og hvert ætti að fara. Húsbóndinn hafði tekið sér frí í dag að minni kröfu. Við komumst yfir alveg ótrúlega mörg erindi.
Skrýtið að það sem ég átti að kaupa fyrir mig í jólagjöf voru ekki keyptar. Mig langaði að fá í jólagjöf bókina Síðasta bréfið frá Svíþjóð efir Moberg, ég hef lesið allar hinar bækurnar. Þessi ákveðna bók er þrátt fyrir auglýsingar í ýmsum fjölmiðlum ekki komin í dreifingu.
Umferðin í Reykjavík var alveg ótrúlega mikil í dag og erfitt að ferðast á fyrirferðamiklum Fjallabóndanum G-17.
Svo kom að ákveðinni búð í Skeifunni sem ég rétt ætlaði að skjótast inn í og koma strax aftur. Það er ekki að orðlengja það að áður en ég rakst á sem ég ætlaði að kaupa var dásamleg skyrta á bóndann og svo fékk ég ilmprjónana með vanillu sem ég er mjög hrifin af. Svo bara hringir síminn inn í miðri búð og ég átti sem sem eftir að kaupa nærföt fyrir konur, alltsvo mig.
Nærföt fyrir konur verða bíða þangað til eftir jól. En svo voru við hjónakornin búin að ákveða, þ.e.a.s. ég að við mundum að þessu sinni bara kaupa okkur samlokur á leiðinni heim í Skalla . Jú biðröðin í Skalla var nokkuð löng að þessu sinni vegna þess að litlar yndislegar litlar stúlkur voru að kaupa nammi fyrir aurana sína og skiptu sífellt um skoðun. Núna erum við alveg umvafin óumpökkuðum jólagjöfum en þetta kemur allt. Bestu kveðjur eins og alltaf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2012 | 20:43
Þvíleikar veðrabreytingar á nokkrum dögum fyrir vestan
Við hjónakornin fórum vestur á miðvikudaginn var í miklu vatnsveðri. Mikið sem okkur langaði vestur í frí. Á Bröttubrekku voru ýmsir fossar og vatnsfjöll sem við höfum ekki séð áður á okkar ferð vestur, þau voru vel flest mjólkurhvít af rigningunni.
Mikið óveður gekk yfir landið, sérstaklega austur og norðurlandið. Við á vesturlandi landsins fannst jú að rokið væri mikið en ekki haggaðist hús né útihús. Vissulega lokaði ég gluggum og athugaði hluti úti fyrir og fylgdist með fréttum á klukkutímafresti enda áhugamaður um veðurfar og færð. Nú er ég komin heim í hana Reykjavík og finnst gott að vera komin heim heim heil á hófi.
Og svo þurfti bóndi minn að skilja efir eftir fáninn sinn á húsinu í dag. Í rokininu vafðist hann svo mikið upp á mæninn á húsinu að hann gat ekki náð honum niður þrátt fyrir hetjulegar aðfarir svo fáninn er enn þá uppi á húsinu.
Bestu kveðjur í Dalabyggð sem endranær kem fjótt aftur og næ fjánafjandandanum niður niður með hjálp fjölskyldunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2012 | 18:07
Kostningar í dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2012 | 16:54
Það er meira en full vinna að keyra jéppa
Rétt eins og áður hefur komið fram í blogginu mínu erum við fjölskyldan mikið bílafólk sérstaklega með fornbíla. Hr. Freðmundur kom nýlega út á hlað eftir geymslu í bílahúsi Fornbílaklúbbsins á Esjumelum yfir veturinn. Hann staldraði nú stutt við í Hraunbænum en tók svo strikið suður með sjó með syni mínum. En það var ekki þetta sem ég ætlaði að tala um, síður en svo.
Nú hef ég til umráða lítinn smábíl sem foreldrar mínir eiga en þau eru hætt að keyra þannig ég skutlast þangað sem þarf að fara og hef bílinn. Svo kemur það til að bílinn þurfti að fara á verkstæði og ég ákveð að nota bara jéppann, gamla Fjallabóndann G-17.
Hann er afar traustur bíll ættaður að norðan og er beinskiptur. Svo fyrir það fyrsta þurfti ég að færa sætið framar til þess að mínir fætur nái í bensín og kúpplingu. Allt gengur vel þessa stuttu bæjarleið en það að þurfa stjórna gírunum var bara fullt starf.
Ég klára mín erindi og Fjallabóndinn bíður þolinmóður eftir mér. Glaðbeitt höldum við heim. EN þá byrjar að rigna og ég þarf að setja rúðuþurrkur í gang,þvílíkt ýskur í rúðuþurrkunum og ég alveg kófsveitt á brúnni milli Breiðholts- og Árbæjarhverfis, en heim komumst við greinilega jafn sveitt.
Fjallabóndinn er flottur en greinilega meira en fullt starf að keyra hann í rigningu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2012 | 11:16
Kosning til forseta nú og þá
Enn bætist við frambjóðendahópinn til forseta Íslands. Nú hefur Ari Trausti stigið fram til viðbótar. Ég held að frambjóðendur verði ekki fleiri, en afar spennandi kosningar verða í sumar.
Ég man vel þegar Vigdís var kosinn forseti, kanski aðallega vegna þess að ég komst í nokkuð vandræðalega stöðu að þeim loknum. Ef ég man rétt var kosningin haldin á sunnudegi og úrslitin réðust ekki fyrr en um nóttina. Ég fylgdist lengi vel með í sjónvarpinu fyrstu tölum og svona og var syfjuð.
Svo veit ég ekki meir en vakna í sama stól að morgni og stillimynd var á sjónvarpi. Ég hafði semsagt sofnað út frá sjónvarpinu og sofið alla nóttina, vaknaði allt of seint í vinnu og vissi svo ekki einu sinni hver hefði sigrað forsetakosningar. Þetta var á þeim árum sem ég gat sofið heila nótt án þess að nota salerni 2-3 sinnum.
Ég var ein heima þessa nótt og gat ekki hugsað mér að mæta í vinnu án þess að vita hver hefði sigrað, munum að internet var ekki til þá. Til að gera langa sögu stutta hringdi ég bara í 118 upplýsingar til að fá að vita um úrslitin.
Mætti svo í vinnu allt of seint en vissi hver hefði unnið og gat tekið þátt í umræðunni strax í kaffitímanum.
Ég var svo ánægð og allt mitt fólk sem studdum Vigdísi og hún stóð sig líka afar vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2012 | 16:53
Nú er ég að spá
Nú er ég að spá í veisluhöld næsta sumar, nánar tiltekið í júní. Verð fyrir vestan að sjálfsögðu með afmæli og skírn. Mig langar mikið að hafa grillmat og það er ákveðið. Afmælisbarnið þessi 60 ára gamli eiginmaður stakk upp á því að hafa hangikjöt, uppstúf með kartöflum og grænar baunir. Það væri svo einfalt. Mikið rétt.
En við ætlum að hafa grillmat, grillaðan á kolagrilli takk fyrir. Og nú vantar mig hugmyndir. Samt sem áður er ég komin með svona grunn að veislunni. Búið er að útvega stórt kolagrill, næstum. Svo ætla ég að hafa kartöflusalat, grænmetissalat, brúna sósu ala mamma og kaldar sósur og svo kjötið.Boðið verður upp á vín með mat. Á eftir að fá leiðbeiningar með rósavín hjá Gunnu mágkonu minni sem svo sannarlega kann að halda veislur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2012 | 17:45
Talandi um gúllassúpuna
Talandi um gúllassúpuna í gær var hún vinsæl og mikið borðað. Borinn fram var líka sýrður rjómi sem aðeins 1 af 12 nýttu sér. Næst ætla ég að sleppa þe. sýrða rjóma og hafa rifinn bragðmikinn ost. Með súpunni voru litlar brauðbollur hitaðar í ofni með ekta smjöri, ótrúlega góðar keyptar frosnar.
Mikið er gaman að hitta skemmtilegt fólk með húmor stórfjölskyldunnar. Það var eins og við hefðum hittst síðast í gær. Linda og Kjartan og Ásta frænka og Tommi litli ásamt okkur Sigga og okkar börnum og barnabörnum. Skrýtið en samt ekki skrýtið hvað okkar húmor er svipaður og allir eru með. Bestu kveðjur. Inga Rúna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2012 | 21:09
Gúllassúpa, tertur og gott fólk
Ég var rétt áðan að búa til gúllassúpu fyrir matarboð á morgun. Með gúllassúpunni verður líka sýrður rjómi og nýbakað brauð. Í eftirrétt verða alveg dásamlegar tertur, 3 litlar tertur með mismunandi bragði sem keyptar voru í flottu bakaríi í dag. Fórum í Kjöthöllina til að kaupa inn nautakjötið í súpuna, það er alveg ábyggilegt að í Skipholtið fer ég oftar.
Allt gott er að frétta úr Hraunbænum. Nú líður að forsetakosningum, málið er einfalt ég kýs núverandi forseta Ólaf. Að mínu mati sýndi hann kjark, þor og hug fyrir sína þjóð þegar allt annað brást. Ég veit ekkert hvað húsbóndinn kýs það er hans mál. Bið að heilsa þangað til næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)