Er fólk fífl eða hvað

Nú liggur fyrir skelfilegur niðurskurður í mikilvægum málaflokkum. Víða er verið að gera heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni óstarfhæfar, litlum dvalarheimilum lokað og eldri borgarar eiga að flytja burt langt frá sinni heimabyggð, niðurskurður í skólum og margt fleira. Svo reyna stjórnmálamenn að fullvissa fólk að GRUNNÞJÓNUSTAN verði tryggð og í rauninni breytist ekkert til hins verra, gott ef að kerfið verði ekki bara betra með niðurskurðinum. Þeir halda sumir hverjir að fólk sé fífl.
Ég var á móti því að kjósa til stjórnlagaþings í haust, mér fannst að það mætti bíða betri tíma. En ég fór og kaus og sumir mínir menn og konur komust að. Nú verður ef til vill kosið aftur. Ef svo fer mun ég einfaldlega kjósa það fólk sem komst að. Þetta er hið sorglegasta mál fyrir yfirvöld, en ekki má gleyma því fólki sem var kosið og ekki réttlætanlegt að aðrir komist að ef kosið verður aftur, það bara gengur ekki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ef þetta fólk sem nú situr í stórnlagaþíngi á að vera áfram eins og þú segir, til hvers þarf þá að kjósa aftur? Ég átta mig ekki alveg á því.!!

Eyjólfur G Svavarsson, 29.1.2011 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband